Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1301, 154. löggjafarþing 486. mál: kvikmyndalög (framleiðslustyrkur til lokafjármögnunar o.fl.).
Lög nr. 28 27. mars 2024.

Lög um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001 (framleiðslustyrkur til lokafjármögnunar).


1. gr.

     Á eftir orðinu „kvikmyndamenningu“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: og stuðla að varðveislu kvikmyndaarfs.

2. gr.

     3. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Efla kvikmyndamenningu og fræðslu og stuðla að varðveislu kvikmyndaarfs þjóðarinnar.

3. gr.

     Við 1. mgr. 6. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Í því skyni veitir Kvikmyndasjóður styrki sem geta m.a. falið í sér kröfu um endurheimt að uppfylltum skilyrðum sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Endurheimtir styrkir skulu renna til Kvikmyndasjóðs.

4. gr.

     Við 1. mgr. 9. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að endurskipa forstöðumann einu sinni til fimm ára.

5. gr.

     2. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
     Kvikmyndasafni Íslands er heimilt að taka gjald fyrir eftirtalið: Útlán á kvikmyndum, kvikmyndasýningar, afritun, skönnun og stafvæðingu hliðræns efnis og sérfræðilega heimildaþjónustu og launa- og efniskostnað vegna þessara þátta. Jafnframt er safninu heimilt að taka gjald fyrir sýningu, annan flutning og rétt til eintakagerðar í samræmi við ákvæði höfundalaga, nr. 73/1972. Kvikmyndasafnið skal setja sér gjaldskrá vegna þessarar þjónustu sem ráðherra staðfestir.

6. gr.

     13. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara og um starfsemi Kvikmyndasjóðs, þar á meðal um styrkjaflokka, meðferð og afgreiðslu umsókna þar sem m.a. skal líta til jafnrar stöðu kvenna og karla.

7. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Þrátt fyrir 1. mgr. kemur ákvæði 4. gr. til framkvæmda við næstu skipun forstöðumanns, eða næstu endurnýjun skipunartíma, eftir gildistöku laga þessara.

Samþykkt á Alþingi 20. mars 2024.